Ársfundur OR á Hellisheiði

4. apr 2023

Orkuveitan
© Jóhanna Rakel

Það var vel mætt á Ársfund Orkuveitunnar sem haldinn var í Hellisheiðarvirkjun þann 16. mars sl. Yfirskrift fundarins var, Landsins lífsgæði, og var fundinum einnig streymt beint á netinu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði fundinn á ávarpi og síðan tók Bjarni Bjarnason forstjóri við og fór yfir ársuppgjör samstæðunnar á sínum síðasta ársfundi.

„Þetta er að sjálfsögðu trega blandið en ég hlakka líka mikið til,“ sagði Bjarni Bjarnason í umræðum hjá Rún Ingvarsdóttur sem stýrði fundinum en Bjarni og Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri fóru yfir málin saman.

Þá ræddu framkvæmdastýrur hjá OR orkunýtni, orkuöflun og nýsköpun á fundinum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna, Hera Grímsdottir framkvæmdastýra Rannókna og nýsköpunar hjá OR og Edda Sif Pind Aradottir framkvæmdastýra Carbfix settust niður og spjölluðu um tækifærin í betri orkunýtingu, hvernig afla megi frekari orku og mikilvægi nýsköpunar í þessu samhengi.

Þá voru mannauðurinn og stafræn vegferð Orkuveitunnar einnig til umfjöllunar. Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og Menningar hjá OR og Benedikt Magnússon framkvæmdastjóri fjármála ræddu málin.

Hér meðfylgjandi má sjá nokkrar myndir sem Jóhanna Rakel tók á fundinum.

Upptaka af umræðum Bjarna Bjarnasonar og Sævars Freys Þráinssonar

Upptaka af umræðum framkvæmdastýra OR.

Upptaka af umræðum um mannauð og menningu og hina stafrænu vegferð OR

Upptaka af Erling Frey Guðmundssyni framkvæmdastjóra Ljósleiðarans

Upptaka af Berglindi Rán Ólafsdóttur framkvæmdastýru Orku náttúrunnar