29. maí 2020
OrkuveitanCarbfix hefur unnið til Ruggero Bertani nýsköpunarverðlauna Evrópska jarðhitaráðsins en tilkynnt var um þetta á rafrænni verðlaunaafhendingu á vegum ráðsins í morgun.
Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum fyrir einstakt framlag sitt til jarðhitanýtingar, hvort sem um er að ræða vöruframboð, vísindarannsókn eða frumkvöðlaverkefni.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, var þakklát fyrir viðurkenninguna:
„Við erum stolt og þakklát fyrir að hafa hlotið þessa viðurkenningu. Verðlaunin endurspegla áhugann sem er á verkefninu, sem og trúna á að hægt sé að beita Carbfix aðferðinni til að draga úr gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu og þannig gegnt mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni.“