Eingöngu tekið við rafrænum reikningum hjá OR samstæðunni

29. jún 2020

Orkuveitan

Frá 1. september 2020 mun Orkuveita Reykjavíkur og dóttufélög eingöngu taka við reikningum með rafrænum hætti. Því verða reikningar sem berast með öðru móti, t.d. á pappírsformi eða sem pdf skjöl í tölvupósti endursendir með ósk um að fá þá aftur sem rafræn skjöl.

Til að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina eru tvær leiðir til að senda okkur reikninga með rafrænum hætti:

Annars vegar eru það svokölluð skeytamiðlun úr bókhaldskerfum, sem hentar vel fyrir stærri fyrirtæki og hins vegar er það ný þjónusta þar sem viðskiptavinir geta skráð reikninga sína beint inn í bókhaldskerfi samstæðunnar. Slóðin inn á þessa þjónustu er: http://sendareikning.or.is.

Markmiðið með þessu fyrirkomulagi er að auka skilvirkni í skráningu og greiðslu reikninga sem berast samstæðunni. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér útgáfu rafrænna reikninga, en á markaðnum er fjöldi lausna sem henta stórum sem smáum aðilum í rekstri.