Elliðaárstöð á Barnamenningarhátíð

8. apr 2022

Orkuveitan
© Gunnhildur Lind Hansdóttir

Elliðaárstöð var með kraftmikinn viðburð á Barnamenningarhátíð í vikunni þar sem meðal annars var boðið upp á loftfimleika, akróbat, einhjól, jafnvægisfimi, jákvæða orku og auðvitað mikla gleði.

Sirkusinn Hringleikur og Æskusirkusinn ásamt Stjörnu-Sævari leiddu börn í gegnum sannkallaðann ævintýraheim svæðisins, þar sem krakkar fengu að upplifa orku og vísindi í gegnum magnaðar sirkuslistir.

Frábært að sjá vorið vakna í dalnum og upplifa húsaþyrpinguna sem áður hafði það hlutverk að framleiða rafmagn fá nýtt líf og notagildi .