14. feb 2025
OrkuveitanFramadagar Háskólans í Reykjavík fóru fram í gær og var Orkuveitan, ásamt dótturfélögum sínum - Ljósleiðaranum, Carbfix, Veitum og Orku náttúrunnar, með glæsilegan bás sem vakti mikla athygli meðal háskólanema.
Starfsfólk Orkuveitunnar og dótturfélaga var á staðnum til að veita innsýn í öll þau fjölbreyttu og spennandi störf sem við höfum upp á að bjóða og fjölmargir nemendur komu við hjá okkur til að kynna sér fjölbreytt atvinnutækifæri og spyrja út í starfsemi fyrirtækjanna.
Stemningin var frábær, ekki síst við lukkuhjólið okkar, þar sem gestir gátu unnið veglega vinninga. Það var sérstaklega ánægjulegt að hitta svo marga drífandi og metnaðarfulla nemendur sem vilja hafa áhrif á framtíðina með okkur.
Við viljum þakka öllum þeim sem komu við á básnum okkar, spjölluðu við starfsfólkið okkar og sýndu áhuga á starfsemi Orkuveitunnar og dótturfélaga. Við hlökkum til að sjá ykkur sem hluta af teyminu okkar í framtíðinni – hvort sem það er í sumarstörfum eða framtíðarstörfum!