Gylfi Magnússon nýr formaður stjórnar OR

22. des 2022

Orkuveitan
Gylfi Magnússon formaður stjórnar OR.

Á framhaldsaðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem haldinn var í dag, var kjöri stjórnar fyrirtækisins lýst. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið kjósa stjórnarfólkið, það er borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Akraness og sveitarstjórn Borgarbyggðar.

Formaður var kjörinn Gylfi Magnússon prófessor og tekur hann við af Brynhildi Davíðsdóttur, sem baðst undan endurkjöri. Þau hafa bæði setið sem aðalmenn í stjórn frá aðalfundi sumarið 2011.

Þessi skipa stjórnina:

Gylfi Magnússon, prófessor og formaður stjórnar

Vala Valtýsdóttir, lögmaður og varaformaður stjórnar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Skúli Helgason, borgarfulltrúi

Valgarður L. Jónsson, formaður bæjarstjórnar Akraness

Þórður Gunnarsson, auðlindahagfræðingur

Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar er áheyrnarfulltrúi.

Á fundinum kom fram að kjör fulltrúa Reykjavíkurborgar væri tímabundið vegna fæðingarorlofs en ljóst væri að bæta þyrfti úr vegna ákvæða jafnréttislaga.