Hvað gerir 100 ára frumkvöðull næst?

9. apr 2021

Orkuveitan

Ársfundur OR var sendur út í beinni útsendingu frá Jarðhitasýningunni á Hellisheiði miðvikudaginn 14.apríl síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var „Hvað gerir 100 ára frumkvöðull næst“ og var vel sóttur.

Fundurinn var tvískiptur en í fyrri hlutanum fluttu borgarstjóri, stjórnarformaður og forstjóri ávarp og í þeim síðari stjórnaði Bergur Ebbi Benediktsson pallborðsumræðum. Þangað mættu framkvæmdarstjórar dótturfélagana ásamt forstjóra OR og veltu því fyrir sér hvernig frumkvöðlastarf OR síðustu 100 ára nýtist við áskoranir framtíðarinnar.

Hægt er að sjá upptöku af fundinum hér.

Dagskrá fyrri hluta fundar:

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður OR
Bjarni Bjarnason forstjóri OR

Fundarstýra: Ásdís Eir Símonardóttir

Dagskrá seinni hluta fundar:

Umræðustjóri: Bergur Ebbi Benediktsson

Pallborð
Bjarni Bjarnason, OR
Berglind Rán Ólafsdóttir, ON
Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix
Gestur Pétursson, Veitur
Erling Freyr Guðmundsson, Ljósleiðarinn

Verið öll velkomin!