Mest áhrif kvenna hjá OR-samstæðunni

27. maí 2019

Orkuveitan

Áhrif kvenna innan orkufyrirtækja eru mest hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young fyrir Konur í orkumálum.

Þetta er í annað sinn að þessi samtök kvenna sem starfa hjá orku- og veitufyrirtækjum ráðast í úttekt af þessu tagi. Í henni eru áhrif kvenna innan fyrirtækjanna metin út frá hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum og hverslags stjórnunarstörfum þær gegna.

Eins og í fyrri úttekt koma Veitur, dótturfélag OR, sterkast út hvað áhrif kvenna varðar. Orka náttúrunnar er þar næst, þá Norðurorka á Akureyri.

Talsvert er um samstæður fyrirtækja innan orku- og veitugeirans og þegar áhrif kvenna eru skoðuð á samstæðugrunni kemur samstæða OR best út hvað þetta varðar.

Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orkugeiranum