Mörg gripu hreinu tækifærin í Hörpu

19. apr 2024

Orkuveitan

Vel var mætt á viðburðinn „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu í gær af okkur í Orkuveitunni. Meðal annars fór Sævar Freyr Þráinsson forstjóri yfir nýjar áherslur Orkuveitunnar og tók þátt í pallborði.

Pallborðinu var stýrt af Einari Þorsteinssyni borgarstjóra Reykjavíkur og þar komu framkvæmdastjórar dótturfélaga Orkuveitunnar fram ásamt þeim Björk Brynjarsdóttur stofnanda Meltu og Kjartani Erni Ólafssyni framkvæmdastjóra Transition Labs.

Þá flutti cyborglistamaðurinn og framtíðarhugsuðurinn Neil Harbisson fyrirlesturinn „Tech for good“ við góðar undirtektir viðstaddra.

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum hér.