Opnað hefur verið fyrir umsóknir í VOR – Vísindasjóð OR

2. jún 2023

Orkuveitan
VOR - Vísindasjóður OR

Orkuveita Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Vísindasjóði OR sem gengur undir nafninu VOR. Til ráðstöfunar eru um 100 milljónir króna sem varið verður til verkefna sem tengjast með einhverjum hætti starfsemi OR auk þess að tengjast þeim Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtækin í samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur hafa í forgangi hverju sinni, í samræmi við stefnu fyrirtækisins.

Að þessu sinni er lögð áhersla á eftirfarandi heimsmarkmið:

  • Hreint vatn og hreinlætisaðstaða
  • Sjálfbær orka
  • Aðgerðir í loftslagsmálum
  • Ábyrg neysla og framleiðsla
  • Jafnrétti kynjanna

Umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum er til og með 18. ágúst næstkomandi.

Nánari upplýsingar um VOR - Vísindasjóð OR má finna hér.