5. feb 2020
OrkuveitanOrkuveita Reykjavíkur hlýtur Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020 fyrir hnitmiðaða og markvissa vinnu í fræðslumálum starfsfólks OR og dótturfyrirtækjanna – Veitna, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og CarbFix. Bjarni Bjarnason forstjóri OR og Ásdís Eir Símonardóttir tók við verðlaununum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands nú í morgun.
Menntaverðlaun atvinnulífsins hafa verið veitt frá árinu 2013 fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Þau eru veitt á Menntadegi atvinnulífsins og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Jafnframt er veitt viðurkenningin Menntasproti atvinnulífsins. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti fulltrúa Samkaupa þá viðurkenningu. „Sköpun“ var yfirskrift Menntadagsins í ár.
Í rökstuðningi dómnefndar fyrir útnefningu Orkuveitu Reykjavíkur nú í ár er bent á að rík og löng hefð sé fyrir gróskumiklu fræðslu- og símenntunarstarfi innan OR með það að markmiði að mæta áskorunum í nýrri tækni og breytingum á störfum. Þetta sé ekki síst mikilvægt í ljósi ábyrgðar fyrirtækisins á rekstri samfélagslegra mikilvægra innviða sem þjóni um þremur af hverjum fjórum landsmönnum.
Reynslan hér hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögunum er sú að fræðsla og stöðug þekkingarleit eru lykilþættir í því að fyrirtækin laði að sér framúrskarandi starfsfólk og haldi í það. Sífellt hraðari breytingar í þeim samfélögum sem við þjónum kalla á nýjar lausnir og nýsköpun og framþróun þjónustunnar er grundvöllur þess að fyrirtækið standist tímans tönn, sé sjálfbært. Starfsfólkið og stöðug þróun þekkingar þess er því ein af forsendum þess að reka sjálfbært fyrirtæki. Skipulegt fræðslustarf er þar nauðsyn.
Á næstu dögum mun Orkuveita Reykjavíkur gangast fyrir opnum fundi þar sem fræðslustarf innan samstæðunnar verður kynnt og spurningum áhugasamra um það svarað. Í rökstuðningi dómnefndar Menntaverðlauna atvinnulífsins er bent á ýmsa þætti í fræðslustarfinu sem eru til fyrirmyndar. Á meðal áherslna fyrirtækisins sem athygli vekja eru:
Fundurinn verður betur kynntur á næstu dögum.