Orku- og vísindadagurinn á næsta leyti

17. sep 2024

Orkuveitan

Síðustu ár hefur Orkuveitan og dótturfélögin tekið sig til og haldið glæsilegan Orku- og vísindadag. Þá bjóðum við háskólanemum til okkar í Elliðaárstöð til að kynnast Orkuveitunni sem framtíðar vinnustað. Nemendurnir hafa tækifæri á að kynna sér starfsemina, spreyta sig á ýmsum skemmmtilegum verkefnum og þrautum og spjalla við fólkið okkar. Þetta ár verður engin undantekning og við fáum til okkar stóran hóp háskólanema síðar í vikunni.

Orku- og vísindadagurinn hefur tekist gríðarlega vel til og í fyrra fengum við yfir 500 nemendur til okkar. Það er alltaf gaman að fá þessa áhugasömu háskólanema í heimsókn og spjalla um allt sem við erum að gera, og við fáum tækifæri til að kynnast þeim betur. Við hlökkum mikið til að fá þau í heimsókn í vikunni!