10. feb 2025
OrkuveitanÞann 13. febrúar mun Orkuveitan, ásamt dótturfélögum sínum – Carbix, Veitum, Orku náttúrunnar og Ljósleiðaranum – taka þátt í Framadögum Háskólans í Reykjavík. Þar mun starfsfólk okkar standa vaktina og ræða við háskólanema sem vilja kynna sér fjölbreytt tækifæri innan okkar fyrirtækja.
Á Framadögum geta nemendur fræðst um fjölbreytt störf hjá Orkuveitunni og dótturfyrirtækjunum, bæði framtíðarstörf og sumarstörf.
Hvort sem þú hefur áhuga á orkugeiranum, umhverfislausnum, tækninýjungum, fjarskiptum eða öðrum spennandi sviðum, þá hvetjum við þig til að koma við á básnum okkar. Við erum ávallt að leita að hæfileikaríku, drífandi og metnaðarfullu fólki sem vill vera hluti af öflugri framtíðarsýn Orkuveitunnar og vinna með okkur að sjálfbærum og nýskapandi lausnum fyrir samfélagið.
Hér getur þú kynnt þér vinnustaðinn okkar enn frekar og hér getur þú lesið þér til um sumarstörfin okkar.
Komdu við og spjallaðu við okkur á Framadögum HR – við hlökkum til að hitta þig!