31. maí 2024
OrkuveitanOrkuveitan tók virkan þátt í Iceland Geothermal Conference (IGC), sem fram fór í Hörpu í vikunni. Ráðstefnan, sem var vel sótt, heppnaðist með eindæmum vel og bauð upp á fjölmörg fræðandi erindi og málstofur. Þátttakendur fengu einnig tækifæri til að fara í skoðunarferðir og tóku m.a. þátt í garðpartíi í Elliðaárdalnum, sem Elliðaárstöð stóð fyrir, og heimsókn í Jarðhitasýninguna í Hellisheiðarvirkjun ON.
Sérfræðingar Orkuveitunnar voru meðal fyrirlesara og stjórnenda málstofa á ráðstefnunni og stóðu sig með mikilli prýði. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, flutti eitt af opnunarávörpum ráðstefnunnar, þar sem hann fjallaði meðal annars um framtíðarsýn Orkuveitunnar og hlutverk hennar sem aflvaka sjálfbærrar framtíðar.
Harpa Pétursdóttir, forstöðukona nýrra orkukosta
Ása Björk Jónsdóttir, leiðtogi stafrænnar þróunar hjá mannauði
Egill Maron Þorbergsson, sérfræðingur í nýsköpun og tækniþróun
Baldur Brynjarsson, verkefnastjóri nýsköpunarverkefna
Helga Kristín Jóhannsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri jarðhitagarðs ON
Arna Pálsdóttir, forstöðukona nýsköpunar auðlinda
Ásdís Benediktsdóttir, auðlindaleiðtogi ON
Sigrún Tómasdóttir, auðlindaleiðtogi vatns- og frávetu
Sigurður Rúnar Rúnarsson, sérfræðingur í virkjanarekstri
Ráðstefnan var virkilega vel heppnuð og veitti þátttakendum tækifæri til að læra af hver öðrum, deila þekkingu og hugmyndum, og skapa ný tækifæri fyrir sjálfbæra orkunýtingu. Orkuveitan er stolt af frammistöðu sinni og áframhaldandi þátttöku í að efla jarðhita sem lykilþátt í sjálfbærri framtíð.