Orkuveitan bakhjarl Hringiðu+

6. feb 2025

Orkuveitan

Hringiða+ er viðskiptahraðall á vegum Klak sem hefur það að markmiði að styðja við græn nýsköpunarverkefni sem eru komin af frumstigum og hraða þróun þeirra í átt að frekari velgengni. Markmið hraðalsins er jafnframt að þátttakendur verði í stakk búin að sækja um græna styrki, bæði hérlendis og erlendis.


Þátttakendur verða í 6 vikna prógrammi frá mars fram í maí þar sem unnið er 2-3 daga í viku. Dagskráin samanstendur af fyrirlestrum, vinnustofum, m.a. í Impact Business Modeling System sem gerir fyrirtækjum kleift að skilgreina, reikna og sýna fram á öll sín jákvæðu umhverfis og/eða samfélagslegu áhrif, opnum viðburðum og sérstökum tengslamyndunarviðburðum með fjárfestum og hagaðilum. Þar að auki fá öll teymi sem taka þátt sérvalið teymi mentora úr KLAK VMS mentoraþjónustunni.

Orkuveitan er stoltur bakhjarl Hringiðu+ og í stýrihópi Hringiðu+ sitja m.a. Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar Orkuveitunnar, og Arna Pálsdóttir, forstöðukona nýsköpunar auðlinda Orkuveitunnar.

Umsóknarfrestur í Hringiðu er 9.febrúar 2025 og frekari upplýsingar má nálgast hér.