21. feb 2019
OrkuveitanSex öflugir hópar völdust til þátttöku í hugmyndasamkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur gengst fyrir í samstarfi við Hönnunarmiðstöð um tækni- og sögusýningu í Elliðaárdal. Markmið samkeppninnar eru meðal annars að gera mannvirki OR í Elliðaárdal aðgengilegri almenningi og að varpa ljósi á þátt veitnanna í þróun borgarsamfélagsins.
Þátttakendur voru hvattir þverfaglegrar nálgunar hönnuða, landslagsarkitekta, arkitekta og samstarfs þeirra við aðra fræði- og faghópa. Nú hafa hóparnir sex frest til 2. maí að skila hugmyndum sínum um það hvernig nýta megi Rafstöðina í Elliðaárdal og annan húsakost Orkuveitu Reykjavíkur í grennd við hana til að þjóna markmiðum fyrirhugaðrar sögu- og tæknisýningar.
Fimmtán umsóknir um þátttöku bárust. Valnefnd var uppálagt að velja þar úr fjórar til sex samkvæmt auglýstum viðmiðum. Hér má sjá hvaða hópar fólks og fyrirtækja urðu fyrir valinu, í handahófskenndri röð:
Allar nánari upplýsingar um samkeppnina, markmið hennar og reglur, er að finna á vefjum Orkuveitu Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöðvar.