Tilnefnd sem fjölbreytileikaleiðtogi ársins 2023

30. jún 2023

Orkuveitan

Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum afar stolt yfir því að Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar er tilnefnd til verðlauna Norrænna kvenna í tækni fyrir árið 2023.

Ellen Ýr er tilnefnd sem fjölbreytileikaleiðtogi ársins fyrir framúrskarandi árangur þegar kemur að fjölbreytileika og mannauðsmálum.

Verðlaunin sem bera heitið Nordic Women in Tech Awards er árlegur viðburður sem miðar að því að uppgötva, viðurkenna og heiðra mikilvæg tækniafrek kvenna á norðurlöndunum.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Reykjavík þann 9. nóvember n.k.

Ellen tók við sem framkvæmdastýra Mannauðs og menningar í júní árið 2022 en hún er með Diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og hefur starfað í mannauðsmá­l­um frá ár­inu 2006, fyrst sem mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Sím­ans og frá 2017 sem mannauðleiðtogi hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Vaxtarsprotaverkefni OR undir forystu Ellenar og hennar teymis hlaut Menntasprota atvinnulífsins á dögunum. Verkefnið hefur það að markmiði að vinna í teymum, leiða teymi, eiga í góðum samskiptum, hugsa stefnumiðað, innleiða stefnu og kortleggja ferðalag starfsfólks og viðskiptavina.

Verkefnið hefur haft mikil áhrif á menningu fyrirtækisins og ýtt undir þá hugsun að öll eru velkomin í Orkuveituna.

Við óskum Ellen innilega til hamingju með tilnefninguna sem við lítum á sem frekari hvatningu til okkar í þeirri vegferð að styrkja Orkuveituna sem vinnustað og fagna fjölbreytileikanum.