Veiðisumarið hafið með vorveiði í Elliðaám

19. jún 2023

Orkuveitan
Veiðisumarið í Elliðaánum er hafið.
© Jóhanna Rakel

Líf og fjör hefur verið við Elliðaárnar síðastliðna föstudaga þar sem Elliðaárstöð, Stangveiðifélag Reykjavíkur og Orkuveita Reykjavíkur hafa staðið fyrir vorveiði. Vorveiði sem þessi hefur verið í boði frá árinu 2009 og hefur þessi viðburður fest sig vel í sessi. SVFR og OR bjóða í veiðina, útvega veiðarfæri og nesti og aðstoða við veiðina. Veiðin gengur alltaf vel og veiða flest öll eitthvað í soðið en veiðin fór fram á silungasvæðinu rétt neðan við Elliðavatnsstífluna. Í ár tóku fjórir hópar þátt í vorveiðinni, frá Klettaskóla, Hinu húsinu, Styrktarfélaginu Ás og Einstökum börnum. Árlega tekur töluverður fjöldi þátt en um 80 manns reyndu sig við silunginn í ár.

Meðfylgjandi myndir eru af einstaklingum frá Styrktarfélaginu Ás.

Hér má sjá myndskeið frá fréttatíma Stöðvar tvö um vorveiðina með hópnum frá Einstökum börnum.

Við óskum öllu veiðifólki gleðilegs veiðisumars og þökkum hópunum fyrir komuna.