23. maí 2022
OrkuveitanOrkuveita Reykjavíkur er eitt þeirra fyrirtækja sem standa að baki Nýsköpunarvikunni sem fram fór í síðustu viku. Meðal annars stóð OR fyrir glæsilegum Vísindadegi í Grósku þar sem heyra mátti fjölmörg áhugaverð erindi frá starfsfólki samstæðunnar.
Voru erindin send út í beinu streymi en nokkur fjöldi mætti einnig í Grósku til þess að fylgjast með. Þar mátti meðal annars heyra af baráttu Ljósleiðarans við eldgosið í Geldingadölum, bættri vöktun á vatnsbólum okkar, Jarðhitagarði ON á Hellisheiði og rafbílarannsókninni Hlöðum betur svo eitthvað sé nefnt.
Jóhanna Rakel var með myndavélina á lofti og náði nokkrum myndum.
Við óskum þeim sem stóðu að Nýsköpunarvikunni til hamingju með frábærlega vel heppnaðan viðburð og hlökkum til að taka aftur þátt að ári liðnu.