29. feb 2024
Orkuveitan„Við ætlum að vera aflvaki sem gengur einfaldlega út á að við horfum á árangur annarra. Vegna þess að við viljum vera góður samstarfsaðili sem stuðlar að framgangi samfélaga. Okkar árangur er mældur í árangri annarra. Hvort sem það eru sveitarfélög, fyrirtæki, einstaklingar eða starfsfólk - allt sem við gerum er með hag viðskiptavina okkar að leiðarljósi, segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar.“
Síðustu vikur og mánuði hefur farið fram mikil vinna við nýja stefnu Orkuveitunnar. Í upphafi var þetta unnið í gegnum vaxtarsprotaprógramm Orkuveitunnar með aðkoma starfsfólks þvert á fyrirtækið. KPMG leiddi þá vinnu og síðar komu að framkvæmdastjórar í fyrirtækinu, stjórnir móðurfélags og dótturfélaga ásamt eigendum fyrirtækisins.
Niðurstaða þeirrar vinnu er eftirfarandi: Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Hér er hægt að kynna sér frekar nýja stefnu Orkuveitunnar á íslensku og ensku.
Endurmörkun vörumerkis
„Í takt við nýjar stefnuáherslur til sjálfbærrar framtíðar fær Orkuveitan nýja ásýnd. Endurmörkun á vörumerkinu er byggð á nýju stefnunni og er ætlað að endurspegla hana. Framtíðarhugsun, enn frekari áhersla á nýsköpun, sjálfbærni og samstarf. Allt eru þetta hlutir sem eru okkar ofarlega í huga en það eru líka viðskiptavinir okkar, segir Sævar Freyr enn fremur.“
Til þess að endurspegla betur áherslur nýrrar stefnu var ákveðið að fara í endurmörkun á vörumerkinu. Sú endurmörkun er byggð á stefnunni og var það fyrirtækið Brú Strategy sem vann það með okkur. Hönnuður er Anton Illugason.