Breyting á útboði

22. jún 2016

Orkuveitan

Ákveðið hefur verið að fresta skuldabréfahluta útboðs sem Orkuveita Reykjavíkur efnir til 23. júní 2016. 

Boðnir verða til sölu víxlar til 9 mánaða fyrir allt að 3 milljarða króna í nýjum flokki, OR300317, samanber tilkynningu til Kauphallar 16. júní 2016. Útboðið verður lokað og með hollenskri aðferð, þar sem víxlar verða seldir á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður, en OR áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Arion banki hefur umsjón með útboðinu.

Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega næsta virka dag eftir útboð með fyrirvara um staðfestingu stjórnar útgefanda 27. júní næstkomandi.

Viðræður standa yfir vegna mögulegrar endurfjármögnunar á skuldabréfi sem er á gjalddaga í desember 2016. Heildarfjárhæð þess er 4,5 milljarðar.