Útboði grænna skuldabréfa lokið

25. feb 2022

Orkuveitan
Höfuðstöðvar OR að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.
© Atli Már Hafsteinsson

Lokuðu útboði á grænum skuldabréfum Orkuveitu Reykjavíkur lauk í dag, 24. febrúar 2022. Gefin voru út skuldabréf í flokknum, OR180242 GB.

Flokkurinn er óverðtryggður með föstum vöxtum og jöfnum afborgunum tvisvar á ári fram að lokagjalddaga þann 18. febrúar 2042.

Heildartilboð í flokkinn voru samtals 3.560 m.kr., þar sem ávöxtunarkrafa var á bilinu 5,35% - 5,70%.

Tilboðum að fjárhæð 1.500 m.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 5,39%. Stærð flokksins eftir stækkun verður 5.698m.kr.

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.