Vaxandi umsvif og prýðileg afkoma OR

27. ágú 2018

Orkuveitan

Aukin umsvif í samfélaginu, fjöldi nýbygginga og kalt tíðarfar valda því að fyrstu sex mánuði ársins jukust tekjur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga um 1.550 milljónir króna miðað við sama tímabil 2017. Þetta gerðist þrátt fyrir lækkun á gjaldskrám Veitna fyrir kalt vatn og rafmagnsdreifingu í upphafi árs. Rekstrargjöld jukust á sama tíma um 560 milljónir króna og valda þar mestu aukinn launakostnaður við fjölgun starfsfólks vegna verkefna sem leiða af auknum umsvifum í samfélaginu.

Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur var samþykktur á fundi stjórnar í dag og sýnir hann 4,2 milljarða króna hagnað á fyrri hluta ársins. Auk móðurfélagsins eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur í samstæðunni.

OR Árshlutareikningur samstæðu H1 2018

Rekstur OR h1 2014-2018

Framlegð og afkoma reksturs OR og dótturfélaganna voru betri á fyrri hluta ársins 2018 en 2017. Reiknaðar stærðir, sem áhrif hafa á heildarafkomu, voru hinsvegar óhagfelldari. Þar ræður lægra álverð í lok uppgjörstímabilsins mestu.

Fjárfestingar samstæðunnar eru talsverðar. Sumar tengjast fjölgun nýbygginga sem tengja þarf kerfum Veitna, umfangsmikil endurnýjun stofnæða hita- og vatnsveitna stendur yfir, heimilum tengdum Ljósleiðaranum fjölgar og árangursríkar gufuboranir hafa staðið við virkjanir Orku náttúrunnar á Nesjavöllum og Hellisheiði.

Fundur stjórnar OR í dag var fyrsti fundur stjórnar sem kjörin var eftir sveitarstjórnarkosningar í vor. Brynhildur Davíðsdóttir er áfram formaður stjórnar og Gylfi Magnússon varaformaður.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR

Rekstur og fjárhagur OR stendur traustum fótum. Því horfum við nú langt fram á veginn og hugum að uppbyggingu veitukerfa og þeirri þjónustu sem fólk vill njóta í framtíðinni. Í vor ræddum við fráveitumálin á ársfundinum okkar, aukna sjálfvirkni í þjónustu og það mikilvæga umhverfisverkefni sem orkuskipti í samgöngum eru. Nú blasir við að kortleggja þessa vegferð skref fyrir skref.

Yfirlit stjórnenda
Fjárhæðir í milljónum króna H1 2014 H1 2015
Rekstrartekjur
Rekstrarkostnaður