Útboð á grænum skuldabréfum 4. október

27. sep 2023

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur efnir til útboðs á skuldabréfum miðvikudaginn 4. október 2023. Boðnir verða til sölu grænu skuldabréfaflokkarnir OR020934 GB og OR180255 GB.

OR020934 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 2.september 2034. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 18.947 mkr. í flokknum.

OR0180255 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 18. febrúar 2055. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 26.201 mkr. í flokknum.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.

Skila skal inn tilboðum á netfangið utbod@fossar.is fyrir klukkan 17:00 miðvikudaginn 4. október 2023. Uppgjör viðskipta fer fram miðvikudaginn 11. október 2023.

Nánari upplýsingar veita:
Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri Fjármála OR, sími: 516-6100,
netfang: benediktk@or.is

Matei Manolescu, markaðsviðskiptum Fossa fjárfestingarbanka, sími: 522 4008,
netfang: matei.manolescu@fossar.is