Rakaskemmdir á húsnæði OR

27. ágú 2017

Orkuveitan

Rakaskemmdir á hluta skrifstofuhúsnæðis Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls eru alvarlegar. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður við úrbætur verði minnst 1.740 mkr. Engin ákvörðun liggur fyrir um aðgerðir.

Fyrirtækið mun óska eftir dómkvöddum matsmanni til að meta tjónið og ástæður þess. Á grundvelli matsins mun OR meta lagalega stöðu sína og verja hagsmuni fyrirtækisins.