Endurskoðuð fjárhagsáætlun samstæðu OR

1. des 2015

Orkuveitan

Við fjárhagsáætlunargerð Reykjavíkurborgar var ákveðið að breyta verðlagsforsendum áætlunarinnar frá þeim sem upphaflega voru gefnar út. Þar sem Orkuveita Reykjavíkur er hluti samstæðu Reykjavíkurborgar, hefur fjárhagsáætlun OR, sem samþykkt var og gefin út 13. október 2015, verið aðlöguð breyttum forsendum. Endurskoðuð fjárhagsáætlun OR fyrir 2016 og fimm ára áætlun fyrir árin 2017-2021 var samþykkt af stjórn í dag og er í viðhengi.

Nánari upplýsingar veitir Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála. Sími: 617 6301.

Endurskoðun fjárhagsáætlunar OR samstæðu 2016 og 2017 - 2021