Moody´s hækkar lánshæfismat OR

26. mar 2018

Orkuveitan

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur hækkað mat sitt á lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur úr Ba2 í Ba1 með stöðugum horfum.

Í viðhengdri tilkynningu Moody‘s segir að ástæða hækkunar á lánshæfiseinkunn sé vegna hinnar jákvæðu þróunar sem fyrirtækið hefur sýnt á undanförnum árum varðandi lækkun skulda, bættrar lausafjárstöðu og fjölbreyttari fjármögnunarmöguleikum.

Matið byggir einnig á væntingum Moody’s um að Orkuveita Reykjavíkur muni viðhalda bættum fjárhag og að jákvæðar þjóðhagslegar aðstæður á Íslandi haldi áfram að auka eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins á sviði veitustarfsemi.

Moodys Rating Action March 2018