Fitch Ratings staðfestir lánshæfiseinkunn OR

21. des 2015

Orkuveitan

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest BB- lánhæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur með stöðugum horfum.

Á meðal þeirra þátta sem fyrirtækið tiltekur í rökstuðningi fyrir einkunninni er góð framlegð í veiturekstri fyrirtækisins en ytri áhættuþættir séu enn til staðar. Þá segir Fitch í viðhengdri tilkynningu (einungis gefin út á ensku) að góður árangur fyrirtækisins við að framfylgja Planinu og bættar horfur í íslensku efnahagslífi séu ástæða þess að fyrirtækið metur horfur stöðugar.

Fitch Ratings - OR -_Dec 2015