„Magma-skuldabréf“ greitt upp

7. feb 2018

Orkuveitan

Nýir eigendur móðurfélags Magma Energy Sweden hafa greitt upp skuldabréf sem var gefið út í tengslum við kaup fyrirtækisins á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf. árið 2009. Lokagreiðslan nam um 39 milljónum bandaríkjadala, sem svara til tæplega fjögurra milljarða króna og var á gjalddaga í apríl 2018.

Skuldabréfsins hefur verið getið sem áhættuþáttar í Fjármálaskýrslum OR. Með uppgreiðslunni hefur þeirri áhættu verið eytt.