Prýðileg afkoma OR 2017

8. mar 2018

Orkuveitan

Rekstur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur skilaði drjúgum hagnaði á síðasta ári og verður hann meðal annars nýttur til að lækka gjaldskrár. Þegar hefur verið ákveðið að gjaldskrá vatnsveitu lækki. Bjarni Bjarnason forstjóri OR segir afkomu ársins 2017, sem hafi verið fyrsta ár eftir Planið svokallaða, sýna að menningarbreyting í rekstrinum hafi verið fest í sessi.

Ársreikningur samstæðu OR var samþykktur af stjórn í dag og niðurstaðan er jákvæð um 16,3 milljarða króna. Um helmingur hagnaðarins er vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði, en álverð hækkaði á síðasta ári.

Rekstur og afkoma 2017

Ársreikningur samstæðu 2017

Margt jákvætt

Aukin eftirspurn eftir þjónustu Orkuveitufyrirtækjanna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – sést í ársreikningi samstæðunnar. Aukin umsvif í samfélaginu kölluðu á meiri veituþjónustu, álverð hækkaði, aukin vinnsla í virkjunum ON dró úr þörf fyrir orkukaup og metár var í uppbyggingu ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Fjárfestingar jukust að þessu skapi. Tekjur samstæðunnar hækkuðu um liðlega 6% en kostnaður við hefðbundinn rekstur ekki nema um 0,7%. Þetta er sjöunda árið í röð að raunlækkun er á rekstrarkostnaði samstæðunnar.

Lækkað verð hjá Veitum

Viðskiptavinir njóta þessa árangurs í rekstrinum og þegar hefur verið ákveðið að vatnsgjald Veitna í Reykjavík og Akranesi lækki um 10%. Gjaldskrár vatnsveitu á fleiri stöðum lækka. Góð tök á rekstrarkostnaði hafa leitt til þess að verð á raforkudreifingu lækkaði tvisvar á síðasta ári og í ársbyrjun 2017 lækkaði vatnsgjaldið einnig umtalsvert. Raunlækkun á rafmagnsdreifingu hjá Veitum og köldu vatni nemur því um 23% á rúmu ári. Verulegar fjárfestingar í uppbyggingu fráveitukerfa og í stofnæðum hitaveitu hafa haldið aftur af verðlækkun fyrir þá þjónustu.

Þróun gjaldskrár rafmagnsdreifingar og vatns


Bjarni Bjarnason, forstjóri OR

Ég er ánægður uppgjörið. Traust tök á útgjöldunum leiða til góðrar afkomu og Orkuveita Reykjavíkur hefur nú náð fullum fjárhagslegum styrk. Hagstæð ytri skilyrði hafa líka hjálpað til. Þjónustan er góð og við höldum áfram á þeirri braut að lækka gjaldskrár.

Viðsnúningurinn sem orðið hefur í rekstri OR er mikill. Það er ánægjulegt að sjá að rekstrarkostnaður stendur í stað milli ára og lækkar að raungildi þó svo að Planinu svokallaða hafi lokið árið 2016. Sterkur rekstur gefur Orkuveitusamstæðunni færi á að  styðja við mikilvæg samfélagsverkefni en orkuskipti í samgöngum eru dæmi þar um. 

Sjálfbærniskýrsla

Fjárhagsleg uppgjör fyrirtækja eru þekkt en að auki hefur OR gefið út sérstaka umhverfisskýrslu um árabil. Nú í ár birtir Orkuveita Reykjavíkur samþætta skýrslu um starfsemina á árinu 2017. Hún nær til umhverfisþátta, samfélagsþátta og stjórnhátta í rekstrinum auk fjármála. Ársskýrsla OR 2017 er einungis gefin út á netinu og er það í fyrsta sinn að skýrslan er ekki prentuð.

Ársskýrsla OR 2017


Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR

Af augljósum ástæðum leggjum við sérstaka áherslu á loftslagsmál í þessari samþættu ársskýrslu. Ef rekstur á að vera sjálfbær þarf hann að standast tímans tönn. Til langs – og hugsanlega skamms – tíma eru loftslagsáhrif mannkynsins trúlega mestu breytingar sem rekstur Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur þarf að laga sig að.

Á hverjum degi tökum við ákvarðanir sem hafa áhrif langt inn í framtíðina. Við hjá OR samstæðunni eigum frábæru fólki á að skipa. Við þurfum samt sem áður á öllu okkar að halda til að finna snjallar lausnir á þeim vanda sem við okkur blasir. Þess vegna birtum við umhverfis- og samfélagsbókhald okkar í þessari skýrslu, opin fyrir hugmyndum um hvar við getum gert enn betur.

Yfirlit stjórnenda

2013

2014

2015

2016

2017

Fjárhæðir í milljónum króna

Rekstrartekjur

39.209 

38.526 

40.357 

41.423 

44.002 

Rekstrarkostnaður

(13.126)

(13.681)

(15.183)

(16.062)

(17.285)

  þ.a. orkukaup og flutningur

(5.402)

(5.335)

(6.400)

(6.205)

(5.949)

EBITDA

26.084 

24.845 

25.174 

25.361 

26.717 

Afskriftir

(8.927)

(9.152)

(10.747)

(10.392)

(9.063)

Rekstrarhagnaður (EBIT)

17.157 

15.693 

14.428 

14.968 

17.654 

Tekjuskattur tímabilsins

(7.572)

(2.004)

587

(4.702)

(5.397)

Afkoma tímabilsins

3.350 

8.871 

4.176 

13.352 

16.339 

Aðrir rekstrarvísar

Bein losun CO2-ígilda – Umfang 1 (tonn)

60.280

55.982

52.045

43.866

40.320

Hreinsun og binding brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun (%)

0%

13%

26%

47%

68%

Raforkuvinnsla (gígavattstundir)

3.422

3.443

3.249

3.411

3.473

Heitavatnsvinnsla (milljónir m3)

92

90

95

91

94

Neysluvatnsvinnsla (milljónir m3)

27

29

29

30

29

Kynbundinn launamunur

4,6%

3,7%

2,3%

2,1%

(0,3%)

Konur meðal stjórnenda

37%

44%

47%

49%

51%