Jákvæð niðurstaða í rekstri OR á fyrsta ársfjórðungi

15. maí 2017

Orkuveitan

Niðurstaða reksturs Orkuveitu Reykjavíkur á fyrsta fjórðungi 2017 var svipuð og undanfarin ár. Hækkað mat á verðmæti raforkusölusamninga til langs tíma sem tengdir eru álverði skapaði fyrirtækinu hinsvegar mikinn bókfærðan hagnað, en hækkunin nam 5,3 milljörðum króna. „Þetta er fugl í skógi en ekki í hendi,“ segir Bjarni Bjarnason um mikinn bókfærðan hagnað í árshlutauppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2017, sem samþykktur var af stjórn OR í dag. Reiknaður tekjuskattur OR hækkar verulega milli ára og nemur 2,3 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins.

OR árshlutareikningur samstæðu F1 2017

Stöðugleiki í rekstri

Um síðustu áramót lækkaði verð á hluta þjónustu OR samstæðunnar. Innan hennar eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur, auk móðurfélagins. Tekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 jukust frá sama tímabili 2016 um 487 milljónir króna, þrátt fyrir lækkun á gjaldi fyrir rafmagnsdreifingu og kalt vatn um áramótin. Mestu munar um auknar tekjur Orku náttúrunnar. Rekstarkostnaður samstæðunnar jókst um 59 milljónir á sama tíma.

Lykiltölur fjármála á vef OR

Samhliða árshlutauppgjörum hefur Orkuveita Reykjavíkur gefið út lykiltölur fjármála. Á vefnum er einnig að finna árshluta- og ársreikninga OR og dótturfyrirtækja fyrir síðustu ár.

Bjarni Bjarnason, forstjóri

Lykilatriði í þessu uppgjöri er að rekstrarkostnaður vex óverulega. Með því eigum við betur með að halda verði fyrir þjónustuna niðri og greiða eigendum sanngjarnan arð. Sú mikla tekjufærsla sem gerð er vegna hækkunar á álverði fyrstu mánuði ársins og skilar miklum hagnaði á tímabilinu er fugl í skógi en ekki í hendi. Þessir peningar eru langt í frá komnir í kassann. Við vonumst auðvitað til að hækkun á áli sé varanleg og að raforkusala til stórnotenda skili auknum tekjum. Sú þróun er hinsvegar ekki í okkar höndum. Við hjá OR og dótturfélögunum einbeitum okkur að því mikilvæga hlutverki sem okkur hefur verið falið og viljum sinna af trúmennsku og hagsýni.

Rekstraryfirlit stjórnenda
Fjárhæðir í milljónum króna F1 2013 F1 2014* F1 2015 F1 2016 F1 2017
Rekstrartekjur 10.650 11.110 11.336 11.822
Rekstrarkostnaður (3.361) (3.880) (4.079) (4.138)
þ.a. orkukaup og flutningur (1.441) (1.868) (1.635) (1.701)
EBITDA 7.288 7.230 7.257 7.685
Afskriftir (2.234) (2.399) (2.406) (2.384)
Rekstrarhagnaður EBIT 5.054 4.831 4.850 5.301
Afkoma tímabilsins 4.166 3.276 2.535 6.039
Sjóðstreymi:
Innleystar vaxtatekjur 88 172 2 59
Greidd vaxtagjöld (1.113) (989) (679) (764)
Handbært fé frá rekstri 5.169 5.246 4.998 6.454
Veltufé frá rekstri 5.289 6.145 6.129 5.594
*Ekki var gert uppgjör F1 2014 vegna uppskiptingar OR.